Dýr
Dálkur: A Röð: 1
© Haukur Snorrason/photos.is 
Dalakyrrð

Þögn öræfa
       er öðruvísi
en þögn eyðidala
milli hárra fjalla
með grænt kjarr
uppí miðjar hlíðar
kræklótt
       gisið
sumstaðar kalið:
þögnin hangir
       í ósýnilegum streng
milli fjalla
og stakir
       tónar
lóu og þrastar
       líða burt
einsog fis
       útí geiminn

Fjöllin grúfa sig
yfir þig
       einsog móðurbarmur
skýhnoðrar hjúfra sig
uppað þeim
       einsog hvítvoðungar
og þú ert í sátt
við einsemdina
       einsog í móðurkviði

Sigurður A. Magnússon

  prenta