Atriðisorð:
Jökulsárgljúfur
  Örnefni
Dálkur: M Röð: 45
© Haukur Snorrason/photos.is 
Bústaður

ég eignast kannski einhvern tíma hús í grafarvogi
raðhús með sléttu númeri eða íbúð
með sérmerktu bílastæði
þá skiptir mig engu
hvort sími sé í svefnherberginu
stutt niður í þvottahús
eða hvort koma megi ryksugu
í forstofuskápinn
ég geri þá kröfu eina
að gólfefnin verði borgfirskur mosi
útveggir jökulsárgljúfur
og loftþiljur himinninn yfir herðubreið

Sigurbjörg Þrastardóttir

  prenta