Atriðisorð:
Breiðafjörður
  Örnefni
Dálkur: M Röð: 34
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vestanrok við Breiðafjörð

Hylur mökkur heiðisbrá,
himinn klökkur tárast þá.
Skýja dökkir skrokkar slá
skuggum rökkurs fjöllin á.

Vestanáttar voðaél
vekja reiða sjóa.
Rísa þeir hátt við himinhvel,
halda inn Breiðaflóa.

Veðra glymur ógnar önd,
olli dauðans grandi.
Nú er brim á Barðaströnd
og bára á Rauðasandi.

Unnur kalda, ógna vald
áttu að gjalda og týna.
Ritað aldrei undanhald
er á skjaldbreið þína.

Ólína Andrésdóttir

  prenta