Dýr
Dálkur: E Röð: 11
© Haukur Snorrason/photos.is 
Við Leifsstöð

Svo ung
þessi Jónsmessunótt

nýbyrjuð kyljan
gárar
spegil sóleyja

sjófugl og mófugl
á vappi
í döggvotu grasi

fjarskalegur Snæfellsjökull
logar í miðnætursólinni

mig sárþyrstir

           kálfurinn ég
           þamba mikið vatn
           í miklu ljósi

set á mig fjallahringinn
áður en ég hverf
út í blámann

far vel
       mófugl
           sjófugl

Jóhanna Sveinsdóttir

  prenta