Dýr
Dálkur: B Röð: 1
© Haukur Snorrason/photos.is 
Fjaran á Sandi

Við fallinn Leiðarstein
horfi ég niður í fjöruna,
sé Úrakrók
og úrana sem standa enn upp úr sjónum
líkt og steinrunnið skrímsli.
Eins og áður
anda ég að mér þanglykt
og sjávarlofti,
hlusta á garg
máfs, ritu og kríu
og krunk hrafns.
Svartir vængir
yfir gulum sandi.

Jóhann Hjálmarsson

  prenta