Dýr
Dálkur: Í Röð: 11
© Haukur Snorrason/photos.is 
Land

Ég segi þér ekkert um landið
ég syng engin ættjarðarljóð
um hellana, fossana, hverina
ærnar og kýrnar
um baráttu fólksins
og barning í válegum veðrum

nei. En stattu við hlið mér
í myrkrinu. Andaðu djúpt
og finndu það streyma

segðu svo:
Hér á ég heima

Ingibjörg Haraldsdóttir

  prenta