Atriðisorð:
Kjölur
  Örnefni
Dálkur: K Röð: 35
© Haukur Snorrason/photos.is 
Krossferðin

Ferð mín var hafin
upprætt nú skyldi
ranglátra ríki
réttlætið sigra

fákur minn fnæsti
ég sótti þá heim
skikkja mín varð hörð
af ranglátra blóði

hróðugur bar ég
blóð þeirra í skikkju
menn litu hana
lotningar augum:

Þar fer hann riddari
réttlætisins

Svo varð fátt um vonda
sunnanlands

reið ég norður Kjöl
þar hlutu margir
óhraustir hvílu
reimt ku þar vera

manni ég mætti
biturt var hans spjót
skikkja hans var brún
af dáinna blóði

þungleg var hans rödd
beyg hún mér vakti
fannst mér ég þekkja
harðleitt andlit hans:

Nú er fátt um vonda
norðanlands

lét hann mig eftir
liggja á Kili
reið svo mína slóð
hratt til Suðurlands

Þar fór hann riddari
réttlætisins

hart var á Kili
að kvöldi mig bar
til ókunnra bæja
í kynlegum sveitum

sætt var þar sungið
ljóð sem ég kunni
en löngu hafði gleymt
á sigurför minni:

Sáuð þið til ferða
riddarans?

sáum við hann víst
svart var hans andlit
kalt var hans auga
rautt hans langa spjót

blóm honum bárum
ljóð honum sungum
tafði hann hér ei
flýtti sinni för:

Hér þarf ekki réttlætið
riddara sinn

blóm þeir mér báru
sætt þeir mér sungu
silfurtónaljóð
bý ég þar síðan

Birgir Sigurðsson

  prenta