Atriðisorð:
Grímsey
  Örnefni
Dálkur: K Röð: 20
© Haukur Snorrason/photos.is 
Grímsey

Fíngerðar snjóflygsur dansa
fyrir utan gluggann
í rökkrinu
og þrjár konur ræða saman
við englaglugga í Sólbrekku

Heitt kaffi á könnunni
tónlist úr skólastofunni
ljóðalestur á Eyjarbókasafni
hver kona heldur á barni í fanginu

Eyjan er öll veröldin
og snjókorn
halda áfram að dansa
á rökkurhimni

Anna S. Björnsdóttir

  prenta